top of page

Persónuverndarstefna Allra þrifa ehf.

Uppfært: 8.10.2019

Persónuverndarstefna Allra þrifa gildir um allar persónugreinarlegar upplýsingar sem félagið safnar í gegnum vef félagsins eða með öðrum rafrænum hætti. Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma. Lögin taka m.a. á miðlun, vörslu og vinnslu persónuupplýsinga.

Allra þrif sendir engar persónugreinanlegar upplýsingar um viðskiptavini sína til þriðja aðila og safnar ekki ónauðsynlegum upplýsingum um viðskiptavini.

Okkur er annt um persónuvernd og gætum fyllsta öryggis í meðferð persónuupplýsinga um viðskiptavini okkar.

Hvaða upplýsingum er safnað?

Í gegnum vefform á vefsíðu okkar óskum við eftir að fá uppgefið nafn, tölvupóstfang, heimilisfang og símanúmer í þeim tilgangi að geta brugðist við þjónustu- og tilboðsbeiðnum.

Einnig notum við Google Analytics og Facebook Pixel í markaðslegum tilgangi, nánari upplýsingar er að finna hér.

Þinn réttur

Lögum samkvæmt átt þú rétt á aðgangi að þeim persónuupplýsingum sem við kunnum að hafa um þig. Þú átt rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um þig séu leiðréttar eða þeim sé eytt. Hafir þú gefið okkur leyfi til að meðhöndla persónulegar upplýsingar um þig getur þú dregið það leyfi til baka hvenær sem er.

Þú getur óskað eftir að við veitum þér upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem Allra þrif býr yfir með því að senda skriflega fyrirspurn á allra@allra.is

Breytingar

Persónuverndarstefna Allra þrifa er endurskoðuð reglulega og getur tekið breytingum. Breytingar öðlast gildi við birtingu á heimasíðu félagsins með vísun í dagsetningu efst á síðunni. 

bottom of page